Tilkynningar

15.03.15

Vornámskeið fyrir 3-5 ára í apríl

Námskeiðið hefst laugardaginn 18. apríl.

Skemmtilegt námskeið bæði fyrir byrjendur og framhald. Balletleikskóli (3 ára) og balletforskóli (4-5 ára).

Nánari upplýsingar í síma 698 4960 eða asta@balletskoli.is.

13.03.15

ATH !! – Kennsla fellur niður laugardaginn 14. mars

Kennsla fellur niður á laugardaginn 14. mars vegna ömurlegrar veðurspár.
Sjáumst hress næsta laugardag 🙂

 

11.03.15

Nemendasýning 2015

 

Móðir, kona, meyja

Vetrarstarfi balletskólans lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu 28. apríl 2015. Þar sýna nemendur frá sex ára aldri ávöxt vetrarstarfsins.

Æfing og sýning eru samdægurs. Miðar verða seldir frá 20. apríl í skólanum. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Sýningin í ár er tileinkuð  konum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig viljum við tileinka sýninguna öllum þeim fjölda kvenna sem hafa stundað nám í skólanum á síðustu áratugum.

Skólinn er kominn í páskafrí mánudaginn 30. mars og opnar aftur þriðjudaginn 7. apríl.

Nemendur æfa nú af kappi fyrir sýninguna og er spenna og tilhlökkun í loftinu.

Nemendasýning er mikilvægur þáttur í balletnámi. Lærdómurinn felst ekki síst í undirbúningnum og umbunin er sýningin.

 

18.02.15

Vetrarfrí 2015

Vetrarfrí er í skólanum  frá 18. febrúar  til og með 20. febrúar.

Kennt verður laugardaginn 21. febrúar í Reykjavík og Kópavogi.

04.01.15

Gleðilegt nýtt ár

Vona að allir hafi átt glæsileg jól og áramót.

Kennsla hefst aftur laugardaginn 10. janúar 2015. Nemendur mæti á sömu tímum og áður.  Nýir nemendur staðfesti  skólavist í síma 698-4960 eða á netinu.

Mánudaginn 12. janúar hefst kennsla hjá 8 ára og eldri í Reykjavík.

Ásta Björnsdóttir, skólastjóri.