Námskeið
Í Reykjavík og Kópavogi
Skólinn sérhæfir sig í kennslu í klassískum ballet. Þrjár deildir eru í skólanum, ballet-leikskóli, ballet-forskóli, og ballet-stig. Hvern vetur býður skólinn einnig upp á sérhæfð námskeið, t.d. í jazzballet, leikhúsdönsum, og modern. Í Reykjavík er kennt í Skipholti 35, og í Kópavogi í íþróttahúsi Breiðabliks.
Ballet leikskóli
Ein kennslustund í viku / 12 vikur
Námskeiðið er fyrir 3 ára börn. Kynning fyrir börnin á hreyfingu og tónlist. Markmiðið er að börnin læri að hlusta, hreyfa sig í takt við tónlist, blanda geði við aðra í hópi og tengja veröldina við sig og sínar hreyfingar.
kr. 22.000
Ballet forskóli
Ein kennslustund í viku / 12 vikur
Námskeiðið er fyrir 4-6 ára börn. Börnin læra undirstöðuæfingar fyrir ballet ásamt þjálfunaræfingum fyrir jafnvægi, styrk og einbeitingu. Einnig er unnið með spuna, látbragð og látbragðsdansa.
kr. 25.000
Balletstig
2-3 kennslustundir í viku / 12 vikur
Barna og unglingaflokkar, frá 7 ára. Kennt er samkvæmt ákveðnu viðurkenndu kerfi. Tekin eru stigspróf og árlega fá nemendur tækifæri til að sýna á sviði.
Balletgleði
Fyrir fullorðna, byrjendur eða framhald / 12 vikur
Klassískur ballet kenndur frá grunni. Tækniæfingar, samsetningar, dansar. Skemmtilegir og hressandi tímar þar sem dansgleðin stjórnar.
Balletþrek
Ein kennslustund í viku / 12 vikur
11–13 ára og 14–17 ára
Í vetur býður skólinn upp á nýtt námskeið: Balletþrek. Í þessu námskeiði er þrekæfingum, teygjum og yogaæfingum blandað saman við balletæfingar. Þetta er tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja aðeins meiri þjálfun.
Balletfimi
Ein kennslustund í viku / 12 vikur
7–8 ára og 9–10 ára
Námskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu. Í tímunum er blandað saman hreyfimunstrum úr ýmsum áttum,til dæmis ballet- og jógaæfingum sem og almennum líkamsæfingum sem reyna á styrk, jafnvægi og liðleika nemanda. Í fyrirrúmi er að njóta hreyfingarinnar með æfingum, leik og spuna.
Nútímadans
Í vetur bjóðum við upp á námskeið í nútímadansi sem Sigrún Ósk Stefánsdóttir kennir. Á námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðutækni í nútímadansi, svitna, brosa og dansa. Tímarnir henta þeim sem vilja kynnast nútímadansi og dansa af krafti og innlifun.
Íþróttaballet
Ein kennslustund í viku — 12 vikur — 12 ára og eldri
Námskeið sem miðar að því að efla líkamann með styrkaukandi æfingum. Lögð verður áhersla á teygjur til að auka hreyfiferil nemenda, og notast við eigin líkamsþyngd við æfingar. Balletæfingar verða notaðar til gagns og gamans þar sem við á. Ballet er byggður upp á frábæru æfingaker sem eykur jafnvægi, styrk, liðleika og einbeitingu. Tilvalið fyrir íþróttakrakka sem vilja efla sig á skemmtilegan hátt.

Kennslan
Í forskólakennslu er nemendum 3-6 ára kenndar undirstöðuæfingar fyrir ballet, látbragð, látbragðsdansa o.fl. Börnum 7 ára og eldri er kennt samkvæmt kerfi Royal Academy of Dancing og N.A.T.D. Russian Method. Tekin eru stigspróf og árlega fá nemendur tækifæri til að sýna á sviði í Borgarleikhúsinu.
Vetrarstarf skólans er með hefðbundnum hætti. Kennsla hefst í byrjun september, bæði fyrir byrjendur (3 ára yngst) og framhaldsnemendur. Fyrir jól eru 12 vikna námskeið og 12-14 vikna námskeið eftir áramót, með tveimur kennslustundum í viku.
Hjá 3–5 ára börnum enda bæði námskeiðin með sýningu og foreldradegi í kennslusal. Hjá 6 ára börnum og eldri endar fyrra námskeiðið með foreldradegi í kennslusal og síðara námskeiðið endar á nemendasýningu í Borgarleikhúsinu.
Greiðsluupplýsingar
Hægt er að staðfesta innritun með því að leggja inn á bankareikning skólans.
Kennitala: 510504-2160
Reikningur: 515-26-3512
Í skýringu: Nafn nemanda
Senda staðfestingu á: asta@balletskoli.is