Tilkynningar

11.03.15

Nemendasýning 2015

 

Móðir, kona, meyja

Vetrarstarfi balletskólans lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu 28. apríl 2015. Þar sýna nemendur frá sex ára aldri ávöxt vetrarstarfsins.

Æfing og sýning eru samdægurs. Miðar verða seldir frá 20. apríl í skólanum. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Sýningin í ár er tileinkuð  konum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig viljum við tileinka sýninguna öllum þeim fjölda kvenna sem hafa stundað nám í skólanum á síðustu áratugum.

Skólinn er kominn í páskafrí mánudaginn 30. mars og opnar aftur þriðjudaginn 7. apríl.

Nemendur æfa nú af kappi fyrir sýninguna og er spenna og tilhlökkun í loftinu.

Nemendasýning er mikilvægur þáttur í balletnámi. Lærdómurinn felst ekki síst í undirbúningnum og umbunin er sýningin.