Tilkynningar

12.03.17

Nemendasýning 2017

Vetrarstarfi balletskólans lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu 26. apríl 2017. Þar sýna nemendur frá fimm ára aldri ávöxt vetrarstarfsins.

Æfing og sýning eru samdægurs. Miðar verða seldir frá 18. apríl í skólanum. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Skólinn heldur upp á 65 ára afmælið nú í ár og er sýningin tileinkuð afmælinu. Þetta verður fjörug sýning þar sem áhorfendur munu sjá fjölbreytt atriði. “Sannkölluð dansveisla“

Páskafrí hefst frá og með 10. apríl til og með 17. apríl.

Nemendur æfa nú af kappi fyrir sýninguna og er spenna og tilhlökkun í loftinu.

Nemendasýning er mikilvægur þáttur í balletnámi. Lærdómurinn felst ekki síst í undirbúningnum og umbunin er sýningin.